Óverðtryggð lán gera bankana berskjaldaða

Árni Páll Árnason segir óverðtryggðu íbúðalánin gera bankana berskjaldaða fyrir …
Árni Páll Árnason segir óverðtryggðu íbúðalánin gera bankana berskjaldaða fyrir afnámi hafta. mbl.is/Eggert

Mikil aukning óverðtryggðra íbúðalána bankanna býr til áhættu í bankakerfinu og getur skapað vanamál ef til þess kemur að gjaldeyrishöftin verða afnumin. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi um framtíð fasteignalána í morgun.

Árni sagði að „bankar sem eru í dag að lána óverðtryggt, byggt á því að þeir hafa greiðan aðgang að miklum innistæðum, standi algjörlega berskjaldaðir gagnvart afnámi hafta. Og hvað gerist ef innistæður streyma út úr bönkunum, við erum ekki með sjálfbært ástand á íbúðalánamarkaði í dag.“

Sagði hann að á Íslandi hefði verið óbærileg áhætta sem hafi fylgt húsnæðiskaupum áratugum saman. Nauðsynlegt væri að „taka áhættuna út úr kerfinu og skapa eins mikið öryggi og mögulegt er í landi sem býr við sveiflukenndan gjaldmiðil og háa vexti. Leiðin til þess er best farin í gegnum þetta danska kerfi,“ sagði Árni, en hann sagði danska kerfið vera heilbrigðan og heildstæðan grunn fyrir lánastarfsemi sem auðvelt væri að byggja félagslegar lausnir í kringum.

Með dönsku leiðinni er íbúðalánum komið fyrir í sérstökum íbúðalánastofnunum sem gefa út skuldabréf gegn hverju því útláni sem á sér stað með sömu skilmálum. Það leiðir til þess að engin vaxtaáhætta er til staðar.

Á fundinum ræddi Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, um að skoða þyrfti hvort þessi leið yrði farin þannig að íbúðalánin væru hluti af efnahagsreikningi bankanna, eða hvort þetta ætti að vera í sér félagi. Árni Páll svaraði því til að það skipti miklu máli að húsnæðislánum verði komið fyrir í sérstökum lánafyrirtækjum. „Það er ekki til farsældar fallið að bankar geti lánað af sínum almenna efnahagsreikningi án þess að vera tryggðir til jafnlengdar gagnvart þeim skuldbindingum sem þeir standa fyrir,“ sagði hann.

Frétt mbl.is: Lánakerfi sem alltaf er í jafnvægi

Frétt mbl.is: Ekki farið í sömu vegferð aftur

Frétt mbl.is: Bjarni vill útrýma Íslandslánum

Frétt mbl.is: Gylfi: 20% leiðin hjálpar ekki tekjulágum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK