Önnur öfl sem ráða þróuninni úti á landi

„Það eru allt önnur öfl sem ráða þróuninni úti á landi.“ Þetta segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbanka Íslands, en í þættinum Viðskipti með Sigurði Má ræðir hann um fasteignamarkaðinn á landsbyggðinni og bendir meðal annars á að vegna smæðar markaðarins úti á landi þurfi að horfa til lengri tíma þegar verðbreytingar eru skoðaðar. Þá hafi önnur öfl áhrif á verðþróunina.

Hann segir að hagfræðideild Landsbankans hafi skoðað Akureyri út frá því hvort þróun þar hefði verið öðruvísi en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan var að stöðugleikinn var mun meiri þar og verðsveiflur minni. Segir hann að þegar uppgangurinn hafi hafist árið 2004 þá hækkaði verðið á Akureyri mikið, en var svo stöðugt þrátt fyrir sveiflur á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK