Sæng úr íslenskri ull útflutningstækifæri

Anna Þóra Ísfold var með bestu hugmynd helgarinnar, en það …
Anna Þóra Ísfold var með bestu hugmynd helgarinnar, en það var sæng úr íslenskri ull.

Hugmynd að sæng úr íslenskri ull þótti besta viðskiptahugmyndin á Atvinnu- og nýsköpunarhelginni sem fram fór nýliðna helgi á Akureyri. Hugmyndin er hugarfóstur Önnu Þóru Ísfold sem hannar undir merkjum Isfold. Í tilkynningu frá Innovit, skipuleggjanda helgarinnar, kemur fram að Anna Þóra telji sængur úr íslenskri ull mjög gott útflutningstækifæri.  

„Eiginleikar vörunnar eru helst þeir að þér verður heitt nánast samstundis án þess að ofhitna. Ullarsæng jafnar hitastig líkamans og hleypir út raka með náttúrulegum hætti. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að gigtveikir nái lengri draumsvefni með ullarsæng,“ segir Anna Þóra.

Ísland spilar meginhlutverk í allri hönnun og markaðssetningu vörunnar, en þar er sauðkindin í forgrunni er haft eftir Önnur Þóru. „Menningarlegur arfur íslensku sauðkindarinnar gegnir lykilhlutverki í hönnun og textagerð vörum Isfold. Þá mun tenging við íslenskan menningararf og þjóðsögur setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að markaðssetningu, bæði erlendis sem og hér heima.“

Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og Landsbankinn hafa undanfarna tvo vetur staðið fyrir Atvinnu- og nýsköpunarhelgum í samstarfi við sveitarfélög um land allt. Markmið helganna er að virkja fólk til athafna og skapa vettvang fyrir þá sem langar að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd og njóta leiðsagnar á því sviði. Áður hafa Atvinnu- og nýsköpunarhelgar farið fram á Suðurnesjum, Hornafirði, Reykjavík, Akranesi, Fjarðabyggð og Ísafirði, en þetta var síðasta nýsköpunarhelgi vetrarins.

Þátttakendur í atvinnu- og nýsköpunarhelginni á Akureyri.
Þátttakendur í atvinnu- og nýsköpunarhelginni á Akureyri.
Efnisorð: Innovit nýsköpun
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK