Lífsval yfirtekur þrjú félög

Lífsval á 35 jarðir eftir yfirtökurnar, en er með 20 …
Lífsval á 35 jarðir eftir yfirtökurnar, en er með 20 þeirra í söluferli. Atli Vigfússon

Jarðeignafélagið Lífsval ehf., sem er í meirihlutaeigu Landsbankans, hefur yfirtekið þrjú dótturfélög sín, en það eru Landneminn ehf., Svartagil hf., og Árvirkjun ehf. Lífsval var eigandi að félögunum þremur og því var aðeins um rekstrarhagræðingu að ræða að sögn Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóra Hamla ehf., móðurfélags Lífsvals. 

Samtals flytjast 5 jarðir til Lífsvals með yfirtökunni og mun félagið í kjölfarið eiga 35 jarðir. Friðrik segir að markaðsvirði jarðanna sé um 2 milljarðar, en á síðasta ári seldi félagið um 10 jarðir. Hann segir að rúmlega 20 jarðir séu nú í söluferli og að verið sé að skoða með sölu á fleiri jörðum.

Lífsval var stofnað árið 2002, en eigendur þess voru nokkrir einstaklingar. Þeirra stærstir voru Ingvar Karlsson, Ólafur Wernersson og Guðmundur Birgisson, kenndur við Núpa.

Félagið keypti á nokkrum árum fjölda jarða um allt land. Þetta eru bæði stórar og litlar jarðir. Á nokkrum er rekinn búskapur en aðrar eru í eyði. Í viðtali í Morgunblaðinu árið 2010 var haft eftir fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífsvals að grunnhugmyndin að baki félaginu væri að fjárfesta í landi enda væri það örugg fjárfesting til langs tíma. Jafnframt væri það markmið félagsins að nýta landið m.a. með markvissri uppbyggingu í landbúnaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK