Heiðar: Stjórnvöld tengdust ekki viðræðum við CNOOC

Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykon.
Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykon. hag / Haraldur Guðjónsson

Íslensk stjórnvöld komu ekki nálægt viðræðum kínverska olíufélagsins CNOOC og Eykon um samvinnu vegna leitar- og vinnsluleyfis á Drekasvæðinu. Í morgun sagði bandaríska blaðið Wall Street Journal frá því að íslensk stjórnvöld hafi ásamt Eykon boðið CNOOC til samstarfs á Drekasvæðinu, en Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykon, segir slíkt ekki eiga við rök að styðjast.

„Við höfum átt í samræðum við þessa um langt skeið og þessir samningar tengdust ekkert fríverslunarsamningnum og við áttum frumkvæðið að því að ræða við kínversku aðilana,“ segir Heiðar í samtali við mbl.is.

Hann segir að ummæli Össurar, þegar verið var að klára fríverslunarsamninginn, hafi tengst fyrirtækinu Sinopec, en Heiðar segir að Eykon hafi aldrei átt í viðræðum við þann aðila og því hljóti ummælin að byggjast á misskilningi eða eiga við annað fyrirtæki.

Drekasvæðið.
Drekasvæðið. mbl.is/KG
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK