Komið með hátt í þrjá milljarða til landsins frá Noregi

„Ég hef fjárfest mest í atvinnufasteignum,“ segir Jón von Tetzchner …
„Ég hef fjárfest mest í atvinnufasteignum,“ segir Jón von Tetzchner fjárfestir. mbl.is/RAX

Jón von Tetzchner, fjárfestir og stofnandi norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software, kom með 725 milljónir til landsins í byrjun maí í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans.

Morgunblaðið sagði frá því í apríl að hann hefði samtals komið með um tvo milljarða til landsins. Fjárhæðin sem hann hefur komið með til landsins nemur því hátt í þremur milljörðum króna. Hann hefur farið fjárfestingarleiðina sjö sinnum en hún veitir 20% afslátt af krónukaupum sé fjárfest hér á landi til langs tíma.

Jón segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi fjárfest í fasteignum og minni fyrirtækjum. Um 85% fjárhæðinnar hafi verið fjárfest í fasteignum og 15% í minni fyrirtækjum. „Ég hef fjárfest mest í atvinnufasteignum,“ segir hann. Eftir á að ráðstafa um þriðjungi fjárhæðarinnar sem komið hefur til landsins, að því er fram kemur í viðskiptablaði Morgunblaðsins sem út kom í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK