Seðlabankinn stuðli að fjármálastöðugleika

mbl.is/Ernir

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram frumvarp á Alþingi í dag að breytingum á lögum um Seðlabanka Íslands þar sem lagt er til að skerpt verði á heimildum bankans „til að setja lánastofnunum reglur um laust fé og lágmark stöðugrar fjármögnunar hvort sem er í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðlum og skilgreina betur hvaða eignir og skuldir falli undir gjaldeyrisjöfnuð, sundurliðun þeirra og vægi,“ eins og segir í greinargerð með því.

„Til að reglur Seðlabankans nái markmiði sínu og bankinn geti rækt það hlutverk sitt að stuðla að fjármálastöðugleika og þar með virku og öruggu fjármálakerfi er jafnframt lagt til að skerpt verði á heimildum Seðlabankans til þess að afla upplýsinga og að tilgreint ákvæði laganna um beitingu dagsekta verði sett fram með skýrari hætti. Þá er lagt til að skýrt verði tekið fram í lögum um Seðlabanka Íslands að bankinn skuli stuðla að fjármálastöðugleika,“ segir ennfremur.

Þá segir að frumvarpið styrki stýritæki Seðlabankans sem reglur um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð eru við að stuðla að fjármálastöðugleika. „Þær breytingar sem hér eru lagðar til mynda eina heild í þeim tilgangi að gera Seðlabankanum kleift að styðja við losun fjármagnshafta sem sett voru haustið 2008. Brýnt þykir að Seðlabankinn hafi skýra yfirsýn yfir lausafjár- og gjaldeyrisjafnaðarstöðu lánastofnana og geti aflað þeirra upplýsinga sem hann telur þörf á til þess að geta framkvæmt álagspróf og aðrar greiningar í aðdraganda afnáms fjármagnshafta.“

Frumvarpið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka