Þurfum að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Ef ekkert verður að gert mun heilbrigðiskerfið „molna hægt en …
Ef ekkert verður að gert mun heilbrigðiskerfið „molna hægt en örugglega niður“ segir heilbrigðisráðherra. Einkaframtakið getur bætt stöðuna. mbl.is/Eggert

Mun minna er um einkarekna heilbrigðisþjónustu á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Til að mynda erum við ekki hálfdrættingar á við Svíþjóð hvað það varðar. Mikil tækifæri eru fólgin í því að fara betur með fjármuni og bæta þjónustuna með því að koma á samkeppni.

Þetta segir Stefán E. Matthíasson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja, í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. „Það er enginn munur á heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu. Samkeppni þarf að vera til staðar til að hvetja til aukins hagræðis í rekstri og bæta þjónustu,“ segir hann.

„Samtök heilbrigðisfyrirtækja hafa verið þeirrar skoðunar að heilbrigðiskerfið okkar sé full miðstýrt og fjárfrekt í rekstri og ekki eins skilvirkt og það gæti verið. Hægt er að gera mun betur með því að feta svipaða leið og hin Norðurlöndin hafa farið að undanförnu. Þar hefur verið lögð áhersla á að fara frá miðstýrðri heilbrigðisþjónustu – líkt og við búum við – yfir í að auka fjölbreytileikann í rekstarformum,“ segir Stefán E. meðal annars í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK