Rekstur strætó þungur nyrðra

Strætó á Akureyri.
Strætó á Akureyri. Af vef Vikudags

„Það eru engar tölur komnar á hreint, en það er ljóst að reksturinn er erfiður. Við ætlum að sjá hvernig júlí og ágúst koma út og meta svo stöðuna í framhaldinu,“ segir Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, í samtali við Vikudag um rekstur almenningssamganga á svæðinu.

Eyþing heldur uppi almenningssamgöngum á svæðinu í samvinnu við Strætó bs., auk áætlunarferða á milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Fjallað er um erfiðan rekstur Strætó í Vikudegi í dag. Heimildir blaðsins herma að sveitarfélögin í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum megi eiga von á 20 milljóna króna reikningi. Heimamenn hafa óskað eftir fundi með innanríkisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK