Stofnandi Amazon kaupir Post

The Washington Post, hið sögufræga bandaríska dagblað sem birti fyrst fréttir af Watergate-hneykslinu, er komið í eigu stofnanda Amazon, Jeff Bezos. Blaðið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í áttatíu ár.

Donald Graham, barnabarn Eugene Meyer sem keypti Post í kreppunni miklu árið 1933, kom öllum á óvart í gær með því að tilkynna sölu blaðsins en kaupverðið er 250 milljónir dollara eða um 30 milljarðar króna.

Graham er forstjóri Washington Post Co. hafði ekkert gefið í skyn um að blaðið væri til sölu þrátt fyrir að tekjur og áskriftir hafi dregist verulega saman.

En hann hafði játað að útgefandi blaðsins og frænka sín, Katharine Weymouth, „hefði engin svör“ í samkeppninni sem steðjar að útgáfu dagblaða. Tekjur útgáfufélagsins hafa dregist saman í sjö ár í röð. Graham segir að fjölskyldan telji að blaðið sé betur sett í höndum annarra. Bezos hafi mikla þekkingu á tæknigeiranum og sé snjall viðskiptamaður. Það geri hann að góðum, nýjum eiganda Post.

Bezos segist vera að kaupa Post með eigin peningum og vonar að hann nái að stýra því í gegnum þá miklu þróun sem er á fjölmiðlamarkaði í dag.

„Netið hefur breytt öllum þáttum fjölmiðlunar,“ sagði Bezos í yfirlýsingu til starfsmanna blaðsins. „Það er enginn leiðarvísir, og að varða götuna framundan verður ekki auðvelt. Við verðum að vera uppfinningasöm sem þýðir að við verðum að prófa okkur áfram.“

Bezos segir að Katharine Graham verði áfram stjórnarformaður og útgefandi blaðsins. Þá haldi aðrir yfirmenn blaðsins einnig stöðu sinni.

Höfuðstöðvar Washington Post í Washington.
Höfuðstöðvar Washington Post í Washington. AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK