Olíusjóðurinn stækkar enn

AFP

Norski olíusjóðurinn ætlar að verða sýnilegri í þeim fyrirtækjum sem hann hefur fjárfest í.

Afkoman á öðrum ársfjórðungi er best af fjárfestingum í Japan og Bandaríkjunum. Sjóðurinn, sem varð til árið 1996, á nú 2,5% hlut að meðaltali í öllum félögum sem skráð eru á markað í Evrópu. Er sjóðurinn með stærstu fjárfestingarsjóðum heims en heildareignir hans nema 760 milljörðum Bandaríkjadala.

Forstjóri sjóðsins, Yngven Slyngstad, segir að þrír nýir yfirmenn hafi verið ráðnir til sjóðsins en þeim er ætlað að styðja við frekari fjárfestingar sjóðsins og að gera hann virkari í þeim félögum sem hann fer með hlut í.

Sjá nánar á vef Aftenposten

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK