Keypti í Apple fyrir 180 milljarða

Fjárfestirinn Carl Icahn hefur keypt hlutabréf í Apple fyrir um …
Fjárfestirinn Carl Icahn hefur keypt hlutabréf í Apple fyrir um 1,5 milljarð Bandaríkjadala, KIMIHIRO HOSHINO

Fjárfestirinn Carl Icahn hefur keypt hlutabréf í Apple fyrir um 1,5 milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur 180 milljörðum íslenskra króna. Segir hann að kaupin hafi verið gerð nær án umhugsunar, enda telji hann fyrirtækið undirverðlagt um rúmlega 20%. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal.

Vill að Apple kaupi hlutabréf til baka

Þrátt fyrir gífurlega fjárfestingu eignast Icahn aðeins um 0,3% í félaginu, en markaðsvirði þess er í dag um 450 milljarðar Bandaríkjadala og er það hæst metna félagið í Standard & Poor's 500 vísitölunni.

Í framhaldi af kaupunum hefur Icahn ýtt á stjórnendur félagsins að nýta þá miklu lausafjármuni sem félagið á til að kaupa hlutabréf til baka í miklum mæli. Nú þegar hefur Apple tilkynnt að á fyrri hluta ársins hafi félagið keypt hluti fyrir 16 milljarða til baka, en heimild félagsins til að kaupa eigin bréf var í byrjun ársins aukin úr 10 milljörðum dala upp í 60 milljarði.

Icahn þekktur fyrir fjandsamlegar yfirtökur

Bréf í Apple hafa síðan í september fallið mikið í verði, en á því tímabili hefur verð á bréfum félagsins lækkað um rúmlega 30%. Það virðist þó ekki hræða Icahn sem virðist búast við að félagið geti gefið af sér aukinn arð.

Icahn er þekktur fjárfestir, en hann hefur á löngum ferli sínum staðið í yfirtökum á mörgum stórum fyrirtækjum, oftar en ekki óvinveitt þáverandi eigendum og stjórnendum. Meðal nýlegra deila sem hann hefur lent í er við Michael Dell varðandi kaup þess síðarnefnda á Dell fyrirtækinu og hefur Icahn sagt þá áætlun Dell vera stuld frá hluthöfum. Slík tilraun Icahn yrði þó gífurlega dýr í þetta skiptið, enda verðmæti Apple sem fyrr segir 450 milljarðar dala, eða 54 þúsund milljarðar íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK