Leiguverð hefur hækkað um 7,5%

mbl.is/Sigurður Bogi

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 126,0 stig í júlí 2013 (janúar 2011=100) og hækkar um 1,7% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 3,7% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 7,5%, samkvæmt upplýsingum á vef Þjóðskrár Íslands.

Dýrast er að leigja í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi en þar er meðalverð fermetra í þriggja herbergja íbúð 1965 krónur. Kópavogur kemur þar á eftir með 1801 krónur fm. Á höfuðborgarsvæðinu er ódýrast að leigja þriggja herbergja íbúð í Breiðholti en þar kostar fm 1409 krónur.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK