Óvíst hversu mikið Grikkir þurfa

Olli Rehn, peningamálastjóri ESB.
Olli Rehn, peningamálastjóri ESB. AFP

Peningamálastjóri Evrópusambandsins, Olli Rehn, sagði við fjölmiðla í dag að ekki lægi fyrir hversu mikla fjárhagsaðstoð Grikkir kynnu að þurfa frá sambandinu til viðbótar við fyrri björgunarpakka.

Ýmsir forystumenn innan Evrópusambandsins hafa haldið því fram að undanförnu að slíkt yrði að öllum líkindum raunin og hefur verið rætt um 10 milljarða evra í því sambandi. Þar á meðal Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýskalands.

Haft er eftir Rehn á fréttavefnum Euobserver.com að of snemmt væri að nefna einhverja upphæð í því sambandi. Lagði hann áherslu á að fulltrúar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópska seðlabankans myndu leggja mat á þörf Grikkja fyrir frekari aðstoð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK