Bjarni: Kostnaðarhlutföll þurfa að vera lægri

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mbl.is/Ómar Óskarsson

Kostnaðarhlutföll í bönkum hér á landi þurfa hugsanlega að vera lægri til að vega upp þá að við séum á jafn litlu myntsvæði og raunin er. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á morgunfundi Landsbankans í dag. Til umræðu var hvort íslensk fjármálafyrirtæki séu spennandi fjárfestingakostur og sagði Bjarni að enn væri margt í vinnslu, bæði hjá hinu opinbera og hjá markaðinum til að geta búið til vænlegt fjárfestingaumhverfi.

Hann sagði að reglur um eigið fé væru mikið til skoðunar víðar en hér á landi og það stefndi í að í Noregi og Svíþjóð yrðu samþykktar reglur um 14,5% lágmark eiginfjárhlutfalls á fjármálafyrirtæki. Jafnvel að það yrði hærra í sérstökum tilfellum. Horft yrði til þessa þegar farið yrði yfir þessi mál hér á landi.

Margir lausir endar

Bjarni sagði að enn væru margir lausir endar varðandi það að fara yfir aðdraganda bankahrunsins, meðal annars hvernig einkavæðingin átti sér stað. Þá hefði einnig verið lítil umræða um hvernig vinda eigi ofan af þeirri stöðu sem er í dag varðandi eignarhald á bönkunum. Sagði hann umræðuna vera litla og óþroskaða að mestu leiti.

Til að svara spurningunni sem lagt var með upp á fundinum, hvort íslensk fjármálafyrirtæki séu spennandi fjárfestingakostur, sagði Bjarni að fyrst þyrfti að koma með skýra framtíðarsýn varðandi eignarhald ríkisins á bönkunum og taldi hann að þar ætti að draga nokkuð úr aðkomu ríkisins. Vildi hann að ríkið ætti áfram drjúgan hluta í Landsbankanum, jafnvel meirihluta, en að það ætti að losa sig við hluti í öðrum fjármálastofnunum og koma á dreifðri eignaraðild með skráningu og sölu. Taldi hann rétt að nýta fjármuni sem kæmu frá sölunni til að greiða niður skuldir og minnka neikvæðan vaxtamismun, sem hann segir að valdi því að ríkissjóður sé rekinn með gífurlegu tapi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK