Leysi kerfisvandann en leiti ekki sökudólga

Robert Z. Aliber, prófessor við Chicago-háskóla, vill beina sjónum að …
Robert Z. Aliber, prófessor við Chicago-háskóla, vill beina sjónum að kerfislægum vanda í stað einstökum sökudólgum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í stað þess að beina sjónum að einstökum sökudólgum, líkt og alltaf gerist eftir að loftið fer úr bólum á eignamörkuðum, þá ætti að horfa á þann kerfislæga vanda sem sem hefur framkallað tíðar fjármálakreppur síðustu fjörutíu ár í alþjóðahagkerfinu. Vandinn stafar fyrst og fremst af gölluðu gjaldmiðlakerfi sem einkennist af sveigjanlegu gengi gjaldmiðla og engum hömlum á gríðarlegum fjármagnsflutningum milli landa.

Þetta kom fram í fyrirlestri Roberts Alibers, prófessors í alþjóðahagfræði og fjármálum við háskólann í Chicago, sem var haldinn í Háskóla Íslands í dag, en Aliber segir að þetta kerfi hafi gert það að verkum að ríki séu meira berskjölduð en ella gagnvart meiriháttar innflæði erlends fjármagns.

Þrátt fyrir að slíkt fjármagnsinnflæði valdi til skamms tíma verðhækkunum á verðabréfamörkuðum, með tilheyrandi auðsáhrifum á raunhagkerfið, þá verður niðurstaðan ávallt sú að loftið lekur úr bólunni þegar fjárfestar flýja með fé sitt – og við tekur fjármálakreppa. Þetta hafi verið meginorsök ekki aðeins fjármálakreppunnar á Íslandi 2008 heldur einnig í Bretlandi, Bandaríkjunum og öðrum ríkjum á Vesturlöndum

Fram kom í máli Alibers, þar sem hann fjallaði meðal annars um hagstjórn á Íslandi með krónu sem gjaldmiðil, að hann mælti með því að Ísland myndi festa gengi krónunnar við körfu annarra gjaldmiðla með víðum vikmörkum sem yrðu endurskoðuð mánaðarlega af Seðlabanka Íslands. Slík peningastefna var í raun við lýði á Íslandi á árunum 1994 til 2001 þegar verðbólgumarkmið og flotgengi var tekið upp.

Nánar í Morgunblaðinu á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK