Ein tomma skiptir miklu máli

Airbus rannsakaði áhrif stærðar flugvélasæta á þægindi farþega.
Airbus rannsakaði áhrif stærðar flugvélasæta á þægindi farþega. Ljósmynd/Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus kynnti í vikunni niðurstöður nýrrar rannsóknar sem unnin var fyrir fyrirtækið. Sneri rannsóknin að breidd flugvélasæta í farþegaþotum á lengri flugleiðum og áhrif breiddarinnar á þægindi og líðan farþega. Í samræmi við niðurstöður rannsóknarinnar fer Airbus fram á það að lágmarksbreidd flugvélasæta verði 18 tommur, eða 45,72 sentímetrar.

Rannsóknin var afar umfangsmikil og margvíslegar lífeðlisfræðilegarprófanir gerðar á farþegum, bæði í vöku og svefni. Til dæmis kom í ljós að svefngæði jukust um 53% í flugvélasæti sem var 18 tommur miðað við 17 tommu (43.18 cm) sæti, en það var lágmark sem sett var árið 1950. „Munurinn er marktækur. Allir farþegar fengu dýpri og lengri svefn í 18 tommu sæti. Þeir fóru á milli stiga í svefni eins og eðlilegt er á meðan þeir sem voru í 17 tommu sætum sýndu mörg merki truflunar í svefni. Þeir síðarnefndu náðu ekki í öllum tilvikum djúpsvefni. Á lengri flugleiðum er greinilegt að ein tomma skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Irshaad Ebrahim, hjá Svefnmiðstöð Lundúna (e. The London Sleep Centre) sem sá um rannsóknina.

Kevin Keniston, sem fer fyrir deild innan Airbus sem einblínir á þægindi farþega, segir að ef flugheimurinn tekur ekki við sér strax er hætta á að næsta kynslóð flugfarþega þurfi að búa við sömu breidd sæta. Hann bendir þó á að Airbus hafi ávallt lagt áherslu á að minnsta kosti 18 tommu breið sæti í flugvélum sínum sem gerðar eru fyrir lengri flugleiðir. Aðrir flugvélaframleiðendur freistist hins vegar til að hafa sæti sín aðeins 17 tommur.

Airbus A350.
Airbus A350. AFP
Airbus rannsakaði áhrif stærðar flugvélasæta á þægindi farþega.
Airbus rannsakaði áhrif stærðar flugvélasæta á þægindi farþega. Ljósmynd/Airbus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK