Tónlist frá Ylju heillaði Nooyi

Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo,
Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, mynd/wikipedia.org

Myndband með fallegum myndum frá Íslandi og tónlist frá hljómsveitinni Ylju heillaði Indra Nooyi, forstjóra PepsiCo þannig að hún ákvað að samþykkja boð Ölgerðarinnar um að koma á 100 ára afmælishátíð fyrirtækisins í Þjóðleikhúsinu í dag. Þetta sagði Nooyi á fundinum, en hún sagði flestar beiðnir sem hún fær hefðbundnar og frekar leiðinlegar.

Myndbandið, þar sem Ölgerðin kynnti starfsemi sína hafi aftur á móti brætt hjarta hennar og sá sterki íslenski hreimur sem þulurinn í myndbandinu var með. Nooyi sagði að hún hafi fengið á tilfinninguna að forsvarsmenn Ölgerðarinnar hafi með því virkilega sýnt að þeir hafi haft áhuga á að fá hana sem persónu í heimsókn, en ekki bara fá forstjóra stórfyrirtækisins í heimsókn.

Lagið sem var spilað undir í myndbandinu og Nooyi nefndi sérstaklega að hafi heillað hana var Rauðisandur með íslensku hljómsveitinni Ylju. 

Frá fundinum með Indru Nooyi í morgun
Frá fundinum með Indru Nooyi í morgun mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK