Uggvænleg þróun sparnaðar

Pétur Blöndal sagði að minni sparnaður hér á landi væri …
Pétur Blöndal sagði að minni sparnaður hér á landi væri uggvænleg þróun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hér á landi þurfa að vera til staðar hvatar svo fólk leggi meira fyrir í stað þess að auka neyslu. Þetta sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundi efnahags- og viðskiptanefndar. Pétur Blöndal, þingmaður, spurði á fundinum að því hvort sparnaður væri viðunnandi, en Pétur sagði að minnkun hans væri uggvænleg þróun sem gæti leitt til kyrrstöðu.

Þórarinn sagði að það sem vantaði inn í umræðuna í dag væri áherslan á innlendan sparnað og hvort búa ætti til skattalega hvata til að auka sparnað. Sagði hann að settar hefðu verið upp aðgerðir fyrir þá sem skulda, en að lítið hafi verið horft til þess að auka sparnað sem gæti aukið hagvöxt hér í stað neyslu, sem hefur verið stór liður í hagvexti hér á landi síðustu ár. 

Á fundinum sátu þeir Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, Gylfi Zoega úr peningastefnunefnd og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans, fyrir svörum, en rætt var um störf peningastefnunefndar, stýritæki bankans, áhrif á vinnumarkað, hagvaxtarhorfur og fleiri mál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK