Rúmlega 4 þúsund heimili í vanskilum

mbl.is/Sigurður Bogi

Heimili í vanskilum við Íbúðalánasjóð eru 4.024 og þar af eru 643 heimili með frystingu á lánum sínum. Alls voru 8,11% þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok október 2013.

Það sem af er ári hefur heimilum í vanskilum fækkað um tæp 15% eða 691 heimili. Hlutfall undirliggjandi lánavirðis einstaklinga í vanskilum heldur einnig áfram að lækka, samkvæmt skýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir október.

4,4 milljarðar í vanskilum

Í lok október nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga 4,4 milljörðum króna og var undirliggjandi lánavirði 77,1 milljarður króna eða um 11,78% útlána sjóðsins til einstaklinga. Þetta samsvarar 0,48% lækkun frá fyrri mánuði.

Fjárhæð vanskila útlána til lögaðila nam alls 4,3 milljörðum króna og nam undirliggjandi lánavirði 33,1 milljarði króna. Tengjast því vanskil 21,93% lánafjárhæðar sjóðsins til lögaðila, sem samsvarar 0,20% lækkun frá fyrri mánuði.

Búið að selja 230 íbúðir í ár

Frá áramótum til loka októbermánaðar hefur Íbúðalánasjóður selt 230 fasteignir, sem er mun meira en þær 105 eignir sem sjóðurinn seldi á sama tímabili í fyrra. Þá er búið að samþykkja kauptilboð í 79 eignir til viðbótar þeim 230 sem eru seldar og vinna nú tilboðshafar að fjármögnun kaupanna.

Af þeim 2.549 eignum sem Íbúðalánasjóður átti í lok október hefur 2.125 eignum verið ráðstafað í leigu, sölumeðferð eða annað. Ríflega 400 eignir bíða frekari greiningar, en flestar þeirra eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er af eignum til sölu eða leigu.

Í lok október átti Íbúðalánasjóður 2.549 fullnustueignir um land allt og hefur eignunum fjölgað um 31 frá því í lok septembermánaðar. Í útleigu voru 1.214 íbúðir um land allt. Langflestar þeirra eru leigðar til fjölskyldna og einstaklinga sem dvöldu í eignunum þegar Íbúðalánasjóður eignaðist þær.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK