Birtu mynd af vél Airbus í stað Boeing

A320 farþegaþota Airbus.
A320 farþegaþota Airbus. Ljósmynd/Airbus

Samtök sem berjast fyrir því að Washingtonríki geri hvað það geti til að halda bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing í Seattleborg birtu heilsíðuauglýsingu í Seattle Times í gær með yfirskriftinni „Framtíð Washington“ og mynd af flugvél fyrir neðan. Verst var fyrir samtökin að flugvélin var frá aðalkeppinauti Boeing, Airbus.

Auglýsingin var kostuð af Washington Aerospace Partnership sem eru regnhlífasamtök aðila vinnumarkaðarins, s.s. samtaka atvinnulífs og launafólks, auk pólitískra hópa. Þau hvetja Washingtonríki til að samþykkja kröfur Boeing um ýmsar úrbætur sem verði til þess að flugvélaframleiðandinn geti unnið að verkefnum framtíðar í ríkinu.

Var það því sérlega neyðarlegt að þau hafi haldið því fram að framtíð Washington liggi í A320 farþegaþotu Airbus í stað einhverrar frá Boeing. Talsmaður Airbus hefur staðfest að um A320 vél hafi verið að ræða en fyrirtækið hyggst ekki tjá sig frekar um málið.

Talsmaður fyrir viðskiptaráð Seattle, sem sá um gerð auglýsingarinnar, hefur hins vegar neitað að tjá sig um málið.

Auglýsingin í Seattle Times.
Auglýsingin í Seattle Times.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK