Tæpur þriðjungur Ítala við fátæktarmörk

Colosseum í Róm.
Colosseum í Róm. Ljósmynd/David Iliff. CC-BY-SA 3.0

Efnahagserfiðleikar Ítalíu hafa dregið úr kaupmætti um 69% ítalskra heimila og neytt vaxandi fjölda ungs fólks til þess að yfirgefa landið. Þetta er á meðal niðurstaðna rannsóknar ítölsku rannsóknarstofnunarinnar Censis sem birtar voru í dag. Rannsóknin náði til 1.200 ítalskra fjölskyldna um allt landið.

Meðal þess sem kemur fram í niðurstöðunum er að 53% aðspurðra hafi dregið úr bifreiða- og vespunotkun til þess að spara eldsneyti, 68% hafi dregið úr ferðum í kvikmyndahús og á aðrar skemmtanir og 45% sögðust hafa dregið úr ferðum á veitingahús og aðra matsölustaði. „Lok ársins 2013 eru mörkuð vaxandi óvissu um framtíð fólks á vinnumarkaði,“ segir ennfremur í niðurstöðunum. Tekjur fólks í suðurhluta landsins séu einkum minni og lægri að meðaltali miðað við höfðatölu en á Spáni og í Grikklandi.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.it að hagstofa Evrópusambandsins hafi í gær upplýst að 29,9% Ítala séu við fátæktarmörk. Einungis Grikkir séu í verri stöðu af þeim ríkjum sem tilheyra evrusvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK