Fundu olíu í Norðursjó

Frá einum af olíuborstöðum norska olíufélagsins Statoil.
Frá einum af olíuborstöðum norska olíufélagsins Statoil. Mynd: Harald Pettersen / Statoil

Norski olíurisinn Statoil tilkynnti í dag að fundist hefði olía og gas á tveimur stöðum í Norðursjó og er talið að um 19 til 44 milljón tunnur séu í lindunum tveimur. Eru þær á svæðunum Vestari og Austari Öskju. Haft er eftir May-Liss Hauknes, aðstoðarframkvæmdastjóra yfir olíuleit Norðmanna í Norðursjó, að gaman væri að byrja árið með þessum fundi. Þá sagði hún þetta staðfesta að enn væru miklir möguleikar á svæðinu í tengslum við olíuleit.

Hauknes sagði að Statoil telji enn mjög líklegt að meiri olía muni finnast á svæðinu og á öðrum svæðum í Norðursjó. Fyrirtækið íhugar nú að ráðast í uppbyggingu á svipuðum tíma og á Kröflusvæðinu, sem er nágrenninu, til þess að minnka uppbyggingarkostnað. Statoil er meirihlutaeigandi í verkefninu, en Svenska Petroleum á 25% hlut og Det norske oljeselskap 25% hlut.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK