Samskiptin verið frekar lítil hingað til

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar jarðar leiða til fjölda tækifæra meðfram áskorunum um að leysa vandamál sem hljótast af breytingunum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundi Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins á Hótel Loftleiðum í dag. Hann sagði að auka ætti samstarf á sviði rannsókna og tækni og nefndi meðal annars heilbrigðismál og endurnýjanlega orkugjafa.

Bjarni rifjaði upp sögulega atburði í sögu þjóðanna og sagði mikilvægt að styrkja tengslin frekar, en þau hefðu verið minni en æskilegt væri síðustu ár. Sagði hann ástæðuna meðal annars hafa verið lélegar samgöngur milli landanna, en áður fyrr þurfti að fljúga gegnum Kaupmannahöfn til Grænlands. Í dag eru aftur á móti fimm flugferðir á viku milli landanna yfir sumartímann, en Bjarni lagði mikla áherslu á að sjóflutningar væru ekki minna mikilvægir heldur en flugsamgöngur. Þá vonaðist hann til aukins samstarfs milli landanna, en fullur salur áheyrenda á Hótel Loftleiðum í dag sýnir að áhugi Íslendinga á samstarfi við Grænland er mikill í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK