Reynir og Þorsteinn auka hlut sinn í DV

Hlutafé DV var aukið um 65 milljónir á síðasta ári.
Hlutafé DV var aukið um 65 milljónir á síðasta ári. Sverrir Vilhelmsson

Á síðasta ári var hlutafé DV ehf. aukið um 65 milljónir króna, en í samþykkt frá hluthafafundi hafði verið ákvæði sem heimilaði aukninguna. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að ekki sé um eina stóra fjárfestingu að ræða, heldur hafi nokkrir núverandi hluthafar bætt við hlutafé sitt og einn nýr komið inn. Aðeins AREV eignarhaldsfélag seldi sinn hlut, en aðrir bættu við eða stóðu í stað. Hlutfallseign breyttist aftur á móti töluvert, meðal annars meðal stærstu hluthafa.

Eftir hlutafjáraukninguna er Lilja Skaftadóttir Hjartar ekki lengur stærsti hluthafinn, en hún bætti ekki við hlut sinn á árinu. Áður átti hún 22,44% í félaginu, en á í dag 13,07%. Stærsti einstaki hluthafinn er Umgjörð ehf., sem er í eigu Ástu Jóhannesdóttur. Lagði það félag DV til rúmar 11 milljónir á síðasta ári. 

Reynir Traustason, ritstjóri DV, er ekki skráður persónulega fyrir neinum bréfum, en hann átti 22,24% gegnum félagið Ólafstún ehf. Á síðasta ári lagði hann félaginu sjálfur til 15 milljónir og þá setti Ólafstún tæplega 10 milljónir inn í félagið með nýju hlutafé. Samanlögð hlutafjáreign þeirra í DV nemur nú um 45 milljónum, eða 30%.

Félagið Tryggvi Geir ehf. lagði aftur á móti til stærstu upphæðina á síðasta ári, en það er í eigu Þorsteins Guðnasonar, sem er nú stjórnarformaður DV. Tryggvi Geir ehf. bætti rúmlega 17 milljónum við hlutafé sitt og á eftir breytinguna 15,98% í DV. Félagið Guðberg kom nýtt inn í hluthafahópinn, en það lagði DV til rúmlega 11 milljónir og er skráð fyrir 7,09% í dag.

Reynir Traustason, ristjóri DV bætti við hlut sinn í félaginu …
Reynir Traustason, ristjóri DV bætti við hlut sinn í félaginu á síðasta ári og á nú um 30% í eigin nafni og gegnum félagið Ólafstún ehf. SteinarH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK