Ládeyða yfir frönsku efnahagslífi

Francois Hollande, forseti Frakklands.
Francois Hollande, forseti Frakklands. ALAIN JOCARD

Dregið hefur með verulegum hætti úr umsvifum í frönsku efnahagslífi þrjá mánuði í röð, samkvæmt nýrri könnun sem gerð var meðal innkaupastjóra í Frakklandi. Eru greinendur á einu máli um að Francois Hollande, forseta Frakklands, hafi mistekist að koma hjólum atvinnulífsins af stað.

Forsetinn hefur þó áform um að breyta þessu. Heimildarmenn Wall Street Journal segja að innan franska forsætisráðuneytisins sé hafin vinna við að lækka skatta á fyrirtæki og að stjórnvöld sýni meiri aðhald í rekstri ríkisins.

Það verður að teljast ótrúlegt ef rétt reynist. Efnahagsstefna Hollande hefur hingað til einkennst af miklum skattahækkunum og auknum ríkisútgjöldum.

Hagvöxtur hefur ekki enn tekið við sér þar í landi en til dæmis varð 0,1% samdráttur á þriðja ársfjórðungi 2014. Ekki er búið að birta hagvaxtartölur fyrir fjórða ársfjórðunginn en greinendur reikna með að hagvöxtur hafi þá mælst 0,4%.

Frönsk stjórnvöld spá 0,9% hagvexti á þessu ári.

Slæmar atvinnuhorfur

Atvinnuástandið hefur verið einkar slæmt í Frakklandi, sér í lag meðal ungs fólks. Samkvæmt opinberum tölum hafa aldrei fleiri frönsk ungmenni mælt göturnar. Atvinnuleysi fólks undir 25 ára er 25%, sem er þó minna en hjá ríkjunum í suðurhluta Evrópu, en töluvert meira en í Þýskalandi, þar sem atvinnuleysi mælist 7,8%.

Ekki er heldur langt síðan forstjórar fimmtíu alþjóðlegra fyrirtækja, sem starfa meðal annars í Frakklandi, gagnrýndu efnahagsstefnu Hollande harðlega í grein í viðskiptablaðinu Les Echos. Sögðu þeir að viðhorf stjórnvalda til einkafyrirtækja væri ekki nógu jákvætt og að það kæmi í veg fyrir að erlendir fjárfestar vildu festa fé í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK