Kaupir allar eignir Síldarvinnslunnar á Siglufirði

Siglufjörður
Siglufjörður mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf.  hefur handsalað sölu á öllum eignum Síldarvinnslunnar á Siglufirði til Róberts Guðfinnssonar athafnamanns þar. Um er að ræða eignir sem áður tilheyrðu SR-mjöli en árið 2003 runnu Síldarvinnslan og SR-mjöl saman í eitt fyrirtæki sem ber nafn Síldarvinnslunnar. 

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar sagði á vef Síldarvinnslunnar:  „Við hjá Síldarvinnslunni gleðjumst yfir því að afhenda athafnamanninum og Siglfirðingnum Róberti Guðfinnssyni umræddar eignir. Róbert stendur í umfangsmikilli uppbyggingu á ferðamannaþjónustu á Siglufirði auk þess að koma að rekstri skíðasvæðisins á staðnum og uppbyggingu golfvallarins svo eitthvað sé nefnt. Með þessum kaupum stuðlar Róbert enn frekar að uppbyggingu á staðnum. Ég trúi því að þær hugmyndir sem Róbert hefur um nýtingu eignanna muni koma samfélaginu vel og stuðla að frekari framþróun á Siglufirði og í Fjallabyggð.

Við bindum vonir við að nýtingarhugmyndir Róberts boði nýtt upphaf fyrir nýtingu eignanna í þágu atvinnu og mannlífs á Siglufirði.

Kaupverð og kjör eru trúnaðarmál á milli kaupanda og seljanda. Það liggur hins vegar fyrir að verði eignanna er stillt í hóf og þannig hefur Síldarvinnslan lagt sitt af mörkum til að framtíðarhugmyndir Róberts geti orðið að veruleika samfélaginu á Siglufirði og í Fjallabyggð til góða,“ segir Gunnþór á vef Síldarvinnslunnar.

Miðbærinn á Siglufirði hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Það er ekki síst að þakka Rauðku, félagi Róberts, sem endurbyggði gömul hús með eftirtektarverðum hætti og er reyndar með enn stærri framkvæmdir í vinnslu ásamt eignarhaldsfélagi sem stofnað var í þessum tilgangi; þar er um að ræða gjörbreytingu á bæði golfvelli bæjarins og skíðasvæðinu í Siglufjarðarskarði, að því er fram kom í grein í Morgunblaðinu í september í fyrra.

„Rauðka var stofnuð 2007. Upphaf ævintýrsins má að hluta rekja til þess að Íslandsbanki lagði niður útibú sitt á Siglufirði þótt það kunni að hljóma undarlega. Útibússtjórinn, Hörður Júlíusson, stóð þá uppi atvinnulaus og Róbert vinur hans, sem hafði keypt hin umræddu gömlu, niðurníddu hús, bað Hörð um að taka að sér að byggja þau upp.

Verkefnið þótti allt að því vonlaust að sumra mati, en þegar veitingastaðurinn Hannes Boy var tekinn í notkun vorið 2010 var augljóst hvert stefndi. Glæsilegur staður, málaður í sterkum gulum lit gjörbreytti yfirbragði miðbæjarins.

Þar var með farinn af snjóbolti sem ekki sér fyrir endann á hvar stansar, eða hve stór hann verður?

Rauða húsið við hliðina, þar sem heitir Kaffi Rauðka, var í fyrstu hugsað sem gistiheimili að sögn Sigríðar Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra Rauðku og dóttur Róberts Guðfinnssonar,“ segir í grein Skapta Hallgrímssonar í Morgunblaðinu frá því í september í fyrra.

Stórt Sunnuhótel í byggingu á Siglufirði

Gunnþór Ingvason og Róbert Guðfinnsson handsala söluna á eignum Síldarvinnslunnar …
Gunnþór Ingvason og Róbert Guðfinnsson handsala söluna á eignum Síldarvinnslunnar á Siglufirði
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK