Hugmyndaflug landsmanna á fullri ferð

Frumkvöðlakeppnin Gulleggið hefur verið haldin frá árinu 2008. Aldrei hafa …
Frumkvöðlakeppnin Gulleggið hefur verið haldin frá árinu 2008. Aldrei hafa fleiri hugmyndir borist og í ár.

Í ár bárust 377 hugmyndir inn í frumkvöðlakeppnina Gulleggið, en meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Þetta er fimmtíu fleiri hugmyndir en bárust í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri. Á bakvið hugmyndirnar í ár standa rúmlega 670 einstaklingar. 

„Við fundum fyrir miklum meðbyr og áhuga í aðdraganda keppninnar og ljóst er að hugmyndaauðgi landans er síst á undanhaldi. Við höfum notið góðs af stuðningi margra stærstu  og öflugustu fyrirtækja og stofnana landsins á sviði nýsköpunar og þekkingar sem hefur hjálpað okkur mikið. Eins hefur öflugt samstarf við stærstu háskóla landsins hjálpað okkur við að ná til upprennandi frumkvöðla,“ segir Stefán Þór Helgason, verkefnisstjóri Gulleggsins.

Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er haldin af frumkvöðlasetrinu Klak Innovit og fer nú fram í sjöunda sinn. Dæmi um þátttakendur síðustu ára eru Clara, Meninga, Pink Iceland, Remake Electric, Nude magazine, Videntifier, Sareye, Silverberg, Betri Svefn og mörg fleiri. Samtals hafa 1703 hugmyndir borist í keppnina frá upphafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK