Gagnrýnir stjórnlagadómstólinn

Enn er deilt um skuldabréfakaup Evrópska seðlabankans.
Enn er deilt um skuldabréfakaup Evrópska seðlabankans. Reuters

Ewald Nowotny, stjórnarformaður Seðlabanka Austurríkis og stjórnarmaður í Evrópska seðlabankanum, gagnrýndi í dag stjórnlagadómstól Þýskalands fyrir að efast um lögmæti skuldabréfakaupa Evrópska seðlabankans.

Hann sagði að venjulegir landsdómstólar ættu ekki að hafa neitunarvald yfir ákvörðunum sem teknar væru á grundvelli evrusamstarfsins.

Stjórnlagadómstóll Þýskalands sagði fyrr í mánuðinum að Evrópski seðlabankinn gæti hafa farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann hóf að kaupa skuldabréf af verst hrjáðu evruríkjunum. Dómstóllinn vísaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Sérfræðingar hafa bent á að stjórnlagadómstóllinn hafi ekki lögsögu yfir seðlabankanum, sem fellur undir lögsögu ESB-dómstólsins, og geti því ekki fellt dóm yfir honum. Það þýði að dómstóllinn geti ekki beinlínis lagt bann við skuldabréfakaupunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka