Guðrún nýr formaður Samtaka iðnaðarins

Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, er nýkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins.
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, er nýkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins.

Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, var kjörin nýr formaður Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi í dag. Fékk hún 54,4% greiddra atkvæða, en Svana Helen Björnsdóttir, sem lætur af embætti, fékk 45,5% atkvæða. 

Guðrún HLAUT 106.151 atkvæði og Svana  88.684. Aðrir fengu 3,8%. Kosningaþátttaka var 85,5%

Auk Guðrúnar voru þau Bolli Árnason hjá GT tækni, Eyjólfur Árni Rafnsson hjá Mannvit, Vilborg Einarsdóttir hjá Mentor og Sigsteinn Grétarsson kjörin í stjórnina. Fyrir voru þeir Andri Þór Guðmundsson hjá Ölgerðinni, Kolbeinn Kolbeinsson hjá Ístaki og Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Þeir Jón Gunnar Jónsson hjá Actavis og Lárus Jónsson hjá Rafþjónustunni voru kjörnir í ráðgjafaráð samtakanna, en þeir eru einnig varamenn í stjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK