Mestu tekjur ríkssjóðs frá 2008

Tekjuafkoma hins opinbera reyndist neikvæð um 23 milljarða króna á 4. ársfjórðungi 2013 eða sem nemur 5% af áætlaðri landsframleiðslu ársfjórðungsins og 11,5% af tekjum hins opinbera. Þetta má bera saman við um 36 milljarða neikvæða afkomu á sama tíma árið 2012. Til að finna hagstæðari afkomu á þessum ársfjórðungi þarf að fara aftur til ársins 2008, að því er segir í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 37,1 milljarð króna árið 2013 eða 2,1% af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 65 milljarða króna árið 2012 eða 3,8% af landsframleiðslu. Tekjur hins opinbera námu um 789 milljörðum króna og hækkuðu um 6,6% milli ára. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 44,2% samanborið við 43,6% árið 2012. Útgjöld hins opinbera voru 826 milljarðar króna og jukust um 2,6% milli ára en hlutfall þeirra af landsframleiðslu lækkaði milli ára, fór úr 47,4% í 46,3%. Þetta er niðurstaða bráðabirgðauppgjörs hins opinbera fyrir árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK