Aukinn áhugi fjárfesta

Fjöldi stórverkefna í pípunum
Fjöldi stórverkefna í pípunum Elín Eshter

„Það verður að segjast að talsverður áhugi er á Íslandi þessa dagana. Mörg þeirra verkefna sem hafa verið til skoðunar síðustu árin eru loksins að nálgast ákvörðunarstig, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Það ánægjulega er síðan að einnig eru að bætast við ný verkefni til athugunar, en oft tekur þetta ferli þar til ákvörðun liggur fyrir minnst eitt eða tvö ár,“ segir Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingasviðs Íslandsstofu, við Morgunblaðið en fyrirhuguð verkefni í orku- og mannfrekum iðnaði hér á landi skipta tugum.

Verkefnin eru mislangt á veg komin en sem dæmi má nefna áform um þrjú kísilver, eitt sólarkísilver, kapalverksmiðjur, vatnsverksmiðjur, kalkþörungaverksmiðju, tómatagróðurhús, slípiefnaverksmiðju og líftækniverksmiðju. Þá fyrirhuga gagnaverin Verne og Advania-Thor töluverða stækkun.

Íslandsstofa hefur aðstoðað orkufyrirtæki og sveitarfélög við að kynna fjárfestum hugmyndir um t.d. gagnaver og koltrefjaverksmiðjur. Þórður segir vaxandi áhuga á ný á gagnaverum, sér í lagi í Evrópu, og horfur séu einnig að verða mjög jákvæðar í framleiðslu koltrefja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK