Bónusar gætu orðið heil árslaun

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lagt til nýtt frumvarp um fjármálafyrirtæki …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lagt til nýtt frumvarp um fjármálafyrirtæki sem opnar á hærri kaupauka fyrir starfsmenn slíkra fyrirtækja. mbl.is/Ómar Óskarsson

Með nýju stjórnarfrumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram er opnað á að kaupaukar starfsmanna fjármálafyrirtækja fjórfaldist frá núverandi lögum og geti numið allt að heilum árslaunum. Frumvarpið bíður nú fyrstu umræðu á Alþingi, en í því er gert ráð fyrir að fari kaupauki yfir 25% af árslaunum þurfi stór meirihluti hluthafafundar að samþykkja greiðsluna. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag.

Frumvarpið opnar einnig á það að starfsmenn áhættustýringar, endurskoðunardeilda og regluvörslu fá kaupauka, en Fjármálaeftirlitið þarf að setja kaupaukaviðmið fyrir þessa starfsmenn. Samkvæmt frumvarpinu mega fyrirtæki ekki gera ráð fyrir kaupaukum án þess að þeir taki mið af árangri starfsmanna, með þeirri undantekningu að starfsmenn geta fengið svokallaðan ráðningarkaupauka fyrsta árið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK