1,7 milljarða hagnaður Kaupfélagsins

Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki. mbl.is/Sigurður Bogi

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 1,7 milljarða króna á síðast ári, samkvæmt ársskýrslu félagsins sem lögð var fyrir aðalfund um helgina. Það er öllu minna en í fyrra, þegar hagnaðurinn var 2,2 milljarðar.

Þetta kemur fram á skagfirska fréttavefnum Feyki. Þar segir jafnframt að eigin fjárhlutfall Kaupfélagsins sé nú um 67%, en eigið fé fyrirtækisins er 21,5 milljarðar. Veltufé frá rekstri var 2,7 milljarðar í árslok.

Í inngangi Þórólfs Gíslasonar að ársskýrslu kemur fram að starfsemi félagsins hefur tekið miklum stakkaskiptum síðasta aldarfjórðunginn. Síðan árið 1989 hefur t.a.m. sjávarútvegur fjórfaldast að umfangi, sauðfjárslátrun fjórfaldast og vinnsla mjólkurafurða þrefaldast.

Stærstu einstöku fjárfestingarnar á síðasta ári voru í Mjólkursamlagi, þar sem lokið var uppsetningu á nýrri framleiðslulínu fyrir ostavinnslu og bygging nýrrar þurrkstöðvar á vegum FISK Seafood hf. á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Þá keypti Kaupfélagið 15% eignarhlut í Steinullarverksmiðjunni á á nú alls 39,5% hlutafjár í verksmiðjunni.

Sjá nánar á vefnum Feykir.is

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK