Íslendingar verja 5,4 dögum í símanum

Íslendingar verja 5,4 dögum að meðaltali á hverju ári í …
Íslendingar verja 5,4 dögum að meðaltali á hverju ári í símanum. Ómar Óskarsson

Íslendingar töluðu að meðaltali í 5,4 daga í símann á síðasta ári, í 7.808 mínútur á hvern Íslending. Þetta gera tæplega 21,4 mínútur í símanum á hverjum degi, en árið á undan töluðu Íslendingar rúmlega 22 mínútur í símann á hverjum degi. Þetta má sjá í tölum frá Póst- og fjarskiptastofnun, en í gær var gefin út tölfræðiskýrsla fyrir síðasta ár.

Stærsti hluti símnotkunar Íslendinga er í gegnum farsíma, en hringd símtöl úr farsímum vörðu í 772 milljón mínútur. Þar sem tveir einstaklingar tala að jafnaði saman í hverju símtali má margfalda þá tölu með tveimur til að fá út heildarfjölda mínútna sem í raun fóru í símtölin.

Heildafjöldi hringdra mínútna úr fastanetinu var um 497 milljón mínútur, en heildarfjöldi talaðra mínútna fyrir alla hluteigandi rétt undir einum milljarði mínútna. Í heild eyddu því Íslendingar um 2,5 milljörðum mínútna við símann á síðasta ári. Það eru um 1,8 milljón dagar í heild.

Hver Íslendingur ver því sem svarar 1,5% af öllum tíma sólarhringsins í símanum. Sé miðað við þann tíma sem flestir eru vakandi er þetta um 2,2% af ráðstöfunartíma hvers dags. Þess ber þó að geta að hér er verið að horfa á meðaltal allra Íslendinga, en ef ungum börnum er sleppt verður talan enn hærri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK