Vinsældir netverslunar sjást á kortatölum

Brottförum Íslendinga hefur fækkað en notkun korta erlendis aukist. Greiningardeildin …
Brottförum Íslendinga hefur fækkað en notkun korta erlendis aukist. Greiningardeildin tengir þetta við aukin kaup í erlendum vefverslunum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Flest bendir þess að einkaneysla hafi vaxið mun hraðar á fyrsta fjórðungi þessa árs en raunin var undanfarin tvö ár. Horfur eru á að vöxtur einkaneyslu á yfirstandandi ári verði talsvert meiri en vöxtur síðasta árs. Þetta segir í greiningu Íslandsbanka, en þar telja menn að heldur hægi á vextinum þegar líður á árið.

Raunvöxtur í kortaveltu einstaklinga nam 6,8% í mars samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans. Þar af jókst kortavelta innanlands að raungildi um 6,2% en kortavelta erlendis um 12,5%. Vöxturinn var á svipuðum nótum á heildina litið og var fyrstu tvo mánuði ársins. Greiningardeildin bendir á að líkt og undanfarið sé mikill munur á þróun kortaveltu Íslendinga erlendis annars vegar og brottförum þeirra um Keflavíkurflugvöll hins vegar, en brottfarirnar voru 11% færri í síðastliðnum marsmánuði en í sama mánuði í fyrra. Segir í greiningunni að skýringin sé eflaust vaxandi vinsældir erlendra netverslana hér á landi. 

Að jafnaði óx kortavelta einstaklinga um 6,9% á fyrsta ársfjórðungi 2014 frá sama tíma árið áður. Þar af jókst kortavelta innanlands um 5,7% en kortavelta erlendis um 19,9%. Bendir þetta að mati greiningardeildarinnar til þess að vöxtur einkaneyslu hafi verið umtalsverður á fyrsta ársfjórðungi. Aðrar vísbendingar um neyslu heimilanna eru á sama veg. Þannig fjölgaði nýskráningum bifreiða um fjórðung á fyrstu þremur mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra, en bifreiðakaup eru stór hluti þeirrar einkaneyslu sem ekki er greidd með greiðslukortum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK