Minna atvinnuleysi í Bretlandi

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands. AFP

Atvinnuleysi í Bretlandi mældist 6,9% á fyrsta fjórðungi þessa árs sem er það lægsta undanfarin fimm ár samkvæmt tölum frá bresku hagstofunni. Atvinnuleysi í landinu mældist til samanburðar 7,2% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.

Fram kemur í frétt AFP að almennt hafi verið búist við að atvinnuleysið á fyrsta fjórðungi þessa árs yrði 7,1%. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í dag að upplýsingarnar væru afar góðar fréttir. Ásamt tölum um minnkandi verðbólgu væru þær til marks um það að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar væri að skila árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK