Minni sala hjá Nestlé

Paul Bulcke, forstjóri Nestlé.
Paul Bulcke, forstjóri Nestlé. Reuters

Sala svissneska matvælafyrirtækisins Nestlé féll um 5,1% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama fjórðung í fyrra. Stjórnendur þessa stærsta matvælafyrirtækis heims kenna gengisþróun og styrkingu svissneska frankans um samdráttinn, enda hafi innri vöxtur verið 4,2% á fjórðungnum.

Sala fyrirtækisins nam 20,8 milljörðum svissneskra franka eða sem nemur 2.660 milljörðum króna.

Greinendur áttu von á samdrætti í sölu hjá fyrirtækinu, meðal annars vegna kuldaskeiðs í Bandaríkjunum og vegna þess að páskar lenda á öðrum fjórðungi í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK