Spá 2,4% verðbólgu í apríl

mbl.is/Sigurgeir

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,4% milli mánaða en gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka um 0,2 prósentustig, úr 2,2% í 2,4%.

Ársverðbólgan verði því enn undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands.

Hagstofa Íslands birtir aprílmælingu vísitölunnar þriðjudaginn 29. apríl. 

Mestu áhrifin til hækkunar í apríl koma frá liðnum ferðir og flutningar, að mati hagfræðideildarinnar. „Samkvæmt verðkönnun hagfræðideildar hefur bensín hækkað um 2,8% milli mánaða. Áhrif þessa á vísitöluna eru 0,15% til hækkunar,“ segir í umfjöllun deildarinnar.

Þá telur hún einnig að flugfargjöld til útlanda muni hækka um 5% í mánuðinum og því 0,08% til hækkunar VNV. Nýir bílar og annað tengt flutningum hækki lítillega og muni heildaráhrifin af liðnum vera 0,28% til hækkunar VNV. 

„Húsnæðisliðurinn mun einnig verða til hækkunar í apríl. Það er helst markaðsverð húsnæðis sem knýr hækkunina áfram en húsnæðisverð mun hafa 0,07% áhrif til hækkunar í mánuðinum. Í heild mun húsnæðisliðurinn valda 0,09% hækkun VNV,“ segir hagfræðideildin.

Aðrir liðir munu hækka minna eða standa í stað að mati hagfræðideildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK