Promens óskar undanþágu til að nýta nýtt hlutafé erlendis

Verksmiðja Promens á Dalvík.
Verksmiðja Promens á Dalvík. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Plastframleiðslufyrirtækið Promens hefur óskað eftir því við Seðlabankann að færa andvirði nýs hlutafjár í tengslum við skráningu félagsins yfir í evrur.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Promens óskað eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum sem hægt væri að dreifa yfir tveggja ára tímabil. Náist ekki samkomulag um undanþágu hjá Seðlabankanum munu stjórnendur félagsins vera opnir fyrir því að kanna möguleika á skráningu félagsins erlendis.

Stjórnendur Promens hafa lýst því yfir að stefnt sé að skráningu á hlutabréfamarkað síðar á árinu. Á Kauphallardegi Arion banka á dögunum kom fram hjá forsvarsmönnum félagsins að ekki mætti taka því sem gefnu að félagið yrði skráð hér á landi. Í því ljósi má ætla að gjaldeyrishöftin og hugsanlegar undanþágur frá þeim skipti meginmáli við þá ákvörðun, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK