Netflix hækkar áskriftarverð

Netflix þjónustan nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum.
Netflix þjónustan nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum.

Sjónvarpsþjónustan vinsæla Netflix hyggst hækka áskriftarverðið fyrir nýja viðskiptavini um einn til tvo Bandaríkjadali á mánuði á næstu misserum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að verðið muni ekki hækka fyrir núverandi viðskiptavini í bráð.

Í frétt á vef CNN segir að nú sé áskriftarverðið 7,99 Bandaríkjadalir, sem jafngildir um 900 krónum, á mánuði.

„Þessar breytingar munu gera okkur kleift að öðlast meira efni og bæta þjónustuna til muna,“ sagði í tilkynningunni.

Hlutabréf fyrirtækisins hækkuðu mjög í verði í kjölfar tilkynningarinnar, eða um 6,5%. Ástæðan er þó helst sú að afkoma Netflix var afar góð á fyrsta fjórðungi ársins og mun betri en greinendur höfðu gert ráð fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK