Tillögur um framtíð húsnæðismála kynntar í dag

mbl.is/Valdís

Tillögur verkefnisstjórnar um framtíð húsnæðismála verða kynntar fyrir ríkisstjórninni á fundi hennar klukkan 9:30 í dag. Tillögurnar verða kynntar opinberlega síðar í dag.

Í ljósi þess hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs sem teknir hafa verið til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland hf.

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins er tekin til að vernda jafnræði fjárfesta.

Verkefnisstjórnin er skipuð í samræmi við þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi sem samþykkt var á Alþingi þann 28. júní síðastliðinn Með samþykki þingsályktunarinnar fól Alþingi ríkisstjórninni að fylgja eftir sérstakri aðgerðaáætlun í tíu liðum til þess að taka á skuldavanda heimila á Íslandi og til að tryggja stöðugleika og gagnsæi á húsnæðislánamarkaði til framtíðar.

Verkefnisstjórninni er meðal annars falið það verkefni að kanna hvaða fyrirkomulag á fjármögnun almennra húsnæðislána á íslenskum húsnæðislánamarkaði sé hagkvæmast og hvernig slíku fyrirkomulagi verði komið á. Jafnframt á verkefnisstjórnin að skoða hvernig unnt sé að tryggja virkan leigumarkað hér á landi sem og skilvirk félagsleg úrræði fyrir þá sem slíkt þurfa.

„Í því sambandi kanni verkefnisstjórnin með hvaða hætti stjórnvöld geti sinnt afmörkuðu hlutverki sem felist í veitingu þjónustu í almannaþágu á húsnæðislánamarkaði. Verkefnið skiptist þannig að meginstefnu til í tvo þætti sem mikilvægt er talið að unnið verði að samtímis eftir því sem kostur er,“ sagði í frétt á vef velferðarráðuneytisins.

Verkefnisstjórna skipa

  • Soffía Eydís Björgvinsdóttir, án tilnefningar, formaður
  • Bolli Þór Bollason, án tilnefningar
  • Esther Finnbogadóttir, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Benedikt Árnason, tiln. af forsætisráðuneytinu
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, tiln. af þingflokki Sjálfstæðisflokksins
  • Elsa Lára Arnardóttir, tiln. af þingflokki Framsóknarflokksins
  • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, án tilnefningar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK