Sáralítið til í þrotabúi Björgólfs

Björgólfur Guðmundsson óskaði eftir gjaldþrotameðferð í júlí 2009.
Björgólfur Guðmundsson óskaði eftir gjaldþrotameðferð í júlí 2009. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sáralítið er til í búi Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs gamla Landsbankans, en lýstar kröfur í búið námu um 100 milljörðum króna. Samþykktar kröfur eru nokkuð lægri. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag, en vitnað er í Svein Sveinsson, skiptastjóra búsins. Þann 21. maí verður haldinn skiptafundur og verður þá greint nánar frá því sem greitt verður úr búinu. Björgólfur átti hlut í Landsbankanum, Eimskip, fjárfestingabankanum Straumi og fleiri félögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK