Óheppilegt að ekki sé staðið við tilboð

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það ekki heppilegt verklag að …
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það ekki heppilegt verklag að fallið sé frá innheimtu á bindandi tilboðum. Kristinn Ingvarsson

Hjá Kauphöllinni eru ekki í gangi neinar reglur um að kaupendur verði að standa við tilboð sín í útboðum. Um 6% útboðinna bréfa í HB Granda voru ekki greidd á eindaga og felldi Arion banki niður kröfur á viðkomandi aðila. Stærsti hluti þessa hlutar var vegna svokallaðs b-hluta útboðsins, en þar er fagfjárfestum boðin þátttaka. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að rætt verði við markaðsaðila, en hann vill ekki segja til um hvort formleg athugasemd verði gerð við fyrirkomulagið. „Það er óheppilegt að svo margir standi ekki við skuldbindandi tilboð,“ segir Páll.

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins greiddu ekki 5,7% samþykktra tilboðshafa fyrir bréfin og var því fallið frá sölu. Í lýsingu útboðsins var þó tekið fram að allar áskriftir væru bindandi og að fjárfestar hefðu ekki rétt til að afturkalla né breyta áskriftum. Í frétt blaðsins er einnig haft eftir talsmanni Arion banka að greiðslugeta allra aðila hefði verið skoðuð. Ekki er því um að ræða skort á fjármagni sem aftrar því að menn standa við tilboðin.

Páll segist ekki vita ástæðu þess að fallið var frá innheimtu, en telur eðlilegt að staðið sé við tilboð. „Mér finnst þetta ekki heppilegt verklag,“ segir Páll um að kaupendur gangi frá tilboðum sínum og greiði þau ekki. Hann bendir þó á að samkvæmt fréttum um málið hafi þetta ekki haft áhrif á útboðsverð og því ekki skaðað aðra tilboðshafa.

Aðspurður um hvort algengt sé að ekki sé greitt fyrir bréf sem boðið er í segist Páll ekki hafa töluleg gögn um það, en hallist að því að þetta sé óalgengt. 

HB Grandi kom á markað í síðasta mánuði. Nokkrir fagfjárfestar …
HB Grandi kom á markað í síðasta mánuði. Nokkrir fagfjárfestar greiddu ekki bindandi tilboð. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK