Stangveiði fyrir 20 milljarða

Stangveiði veltir 20 milljörðum. Myndin var tekin þegar laxveiði hófst …
Stangveiði veltir 20 milljörðum. Myndin var tekin þegar laxveiði hófst í Elliðaánum í fyrra. Einar Falur Ingólfsson

Stang­veiði í ám og vötn­um á Íslandi velt­ir tæplega 20 millj­örðum á ári. Hún er því grundvöllur mik­il­vægrar at­vinnu­greinar og hefur mikil efnahagsleg áhrif í samfélaginu, að sögn Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Veiðimálastofnunar.

Af heildarveltunni segir Sigurður að hátt á anna milljarð séu beinar tekjur veiðifélaga. „Umtalsverðar tekjur skapast vegna stangveiði þar sem mikill fjöldi erlendra gesta kemur hingað til að veiða. Nýting veiðihlunninda er því ein af stærstu bgreinum landsins og er afar mikilvæg fyrir búsetu víða í sveitum.

Arðsemi af hverjum fiski óvíða meiri

„Sá ár­ang­ur sem náðst hef­ur í veiðinýt­ingu, arðsemi veiða og stöðu fiski­stofna hér á landi hef­ur vakið at­hygli á alþjóðavett­vangi. Arðsemi af hverj­um veidd­um fiski er óvíða meiri. Skipt­ir þar sköp­um nýt­ing stang­veiði á fé­lag­leg­um grunni sem er ná­tengd vax­andi ferðaþjón­ustu í dreifðum byggðum lands­ins,“ seg­ir Sig­urður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK