Ekki þörf á dönsku íbúðalánakerfi

Höskuldur Ólafsson segir það ekki í takt við þróunina annars …
Höskuldur Ólafsson segir það ekki í takt við þróunina annars staðar á Norðurlöndum að margfalda einingarnar í bankakerfinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er ekki þörf á að taka upp sérstaka íbúðalánabanka að danskri fyrirmynd á Íslandi, eins og verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála leggur til.

Löggjöf hér á landi um sértryggð skuldabréf gerir það óþarft þar sem hægt er að ná helstu markmiðum um bætur á húsnæðislánakerfinu innan hennar. Enda er þróunin frekar sú á Norðurlöndunum að sameina íbúðalánabanka viðskiptabönkunum, segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, í Morgunblaðinu í dag.

„Að mínu mati er það afar óljóst hvað átt er við þegar talað er um að innleiða „dönsku leiðina“ í íbúðalánum en jafnframt að sníða agnúana af því kerfi,“ segir Höskuldur. „Þegar betur er að gáð er skuldsetning heimila hvergi meiri en í Danmörku. Í mínum huga væri rökréttara að fara íslensku leiðina og sníða af henni agnúana.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK