„Lofsverður árangur“ náðst

Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir árangurinn af því að semja um launabreytingar, sem samrýmast stöðugu verðlagi, ekki láta á sér standa.

Í frétt á heimasíðu SA segir Þorsteinn að lofsverður árangur hafi náðst á skömmum tíma.

„Síðastliðið haust kom í ljós að ákveðnir hópar á almennum og opinberum vinnumarkaði höfðu engan hug á þátttöku í þessu mikilvæga verkefni við að auka efnahagslegan stöðugleika.“

Hann varar við því sem kann að gerast ef ASÍ krefst leiðréttinga á grundvelli samninga BHM og KÍ. Það myndi hrinda af stað „bylgju víxlverkandi launahækkana, verðbólgu og gengislækkana.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK