Greiða tvo milljarða í arð

Stjórn Síldarvinnslunnar var endurkjörin á aðalfundi félagsins.
Stjórn Síldarvinnslunnar var endurkjörin á aðalfundi félagsins. mynd/Síldarvinnslan

Hagnaður Síldarvinnslunnar á síðasta ári nam 5,6 milljörðum króna en fjallað var um rekstur síðasta árs á aðalfundi félagssins sem fór fram í Neskaupstað í dag. Á fundinum var samþykkt að greiða 2 milljarða í arð. 

Fram kemur í tilkynningu á vef Síldarvinnslunnar, að rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2013 hafi alls verið 23,6 milljarðar króna og rekstrargjöld námu 16,2 milljörðum króna. EBITDA var 7,4 milljarðar króna.  Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 168 milljónir króna. Hagnaður samstæðunnar fyrir reiknaða skatta nam 6,9 milljörðum króna. Reiknaðir skattar námu 1325 milljónum króna og var hagnaður ársins því tæpir 5,6 milljarðar króna.  

Þá kemur fram, að félagið hafi greitt 2,8 milljarða til hins opinbera. Greiddur tekjuskattur á árinu hafi verið 1.350 milljónir króna. Veiðileyfagjöld hafi numið 940 milljónum á síðasta fiskveiðiári og önnur opinber gjöld 520 milljónum.

Þá var stjórn Síldarvinnslunnar endurkjörin á aðalfundi félagsins sem fór fram í Neskaupstað í dag. Stjórnina skipa þau: Anna Guðmundsdóttir, Björk Þórarinsdóttir, Freysteinn Bjarnason, Ingi Jóhann Guðmundsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.

Varamenn eru þau: Arna Bryndís Baldvins McClure og Halldór Jónasson.

Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK