Gasdeila fyrir gerðardóm

Rússar hafa varað ríki Evrópu við gasskorti ef Úkraína greiðir ekki skuld sína við Gazprom. Rússneska gasfyrirtækið hefur nú leitað til gerðardóms í Stokkhólmi vegna 4,5 milljarða Bandaríkjadala kröfu á hendur úkraínska ríkisins vegna gasskuldar. 

Segir í tilkynningu frá Gazprom að úkraínska ríkisorkufyrirtækið hafi ekki enn greitt skuldir sínar og því verði að grípa til aðgerða. Gasleiðslur frá Rússlandi liggja meðal annars í gegnum Úkraínu og ef gasflutningum til Úkraínu verður hætt þá hefur það áhrif á gasflutninga til annarra ríkja Evrópu.

Frestur til að greiða skuldina rann út klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK