Fasteignaverð rýkur upp

AFP

Meðalverð fasteigna í Lundúnaborg hefur hækkað um rúmlega fjórðung á einu ári. Slíkar hækkanir á fasteignaverði hafa ekki sést í Bretlandi síðan sumarið 1987, samkvæmt frétt Guardian í dag.

Fasteignaverð í höfuðborg Bretlands hækkaði um 25,8% frá fyrsta ársfjórðungi í fyrra til fyrsta fjórðungs í ár. Talið er að þessar upplýsingar eigi eftir að hafa töluverð áhrif á fasteignamarkaðinn en peningastefnunefnd Englandsbanka lýsti því nýverið yfir að bankinn myndi ekki grípa til aðgerða á næstunni til þess að stöðva þessa þróun.

Upplýsingarnar byggja á tölum um samþykkt fasteignalán hjá Nationwide en hægt er að skoða nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK